fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Hræringar í norður-kóresku valdaklíkunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 18:00

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt og annað sem gerist í Norður-Kóreu þessa dagana. Nýlega hvarf Kim Jong-un, einræðisherra, af sjónarsviðinu í nokkrar vikur. Ýmsar vangaveltur voru þá um að hann væri mjög veikur og hugsanlega við dauðans dyr eða að hann héldi sig til hlés af ótta við að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Hann birtist síðan skyndilega aftur á sjónarsviðinu og var ekki annað að sjá en hann væri eins og hann á að sér að vera. Hann hefur ekki setið auðum höndum eftir þetta „frí“ og hefur nú hrist hressilega upp í starfsliði sínu, það er nánustu samstarfsmönnum sem aðstoða hann við að halda völdum.

Samkvæmt frétt The Herald Korea þá skipti hann nýlega 80% af nánasta samstarfsfólki sínu í Verkamannaflokknum út og 9 af 11 stjórnarmönnum flokksins fengu sparkið. Miðillinn hefur heimildir fyrir þessu innan suður-kóreska hersins.

Auk þessara hreinsana var leiðtogi leyniþjónustu landsins látinn taka pokann sinn. Af einhverri ástæðu ákvað leiðtoginn einnig að skipta um lífvörð því nánasti lífvörður hans var látinn taka pokann sinn og nýr maður settur í starfið.

Ekki er vitað hvað liggur að baki þessum breytingum og ekki er vitað hvað hinir brottreknu eru nú að gera eða hvort þeir eru yfirhöfuð á lífi en það hefur oft átt sér stað í Norður-Kóreu að þeir sem falla í ónáð séu teknir af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn