fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Hræringar í norður-kóresku valdaklíkunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 18:00

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt og annað sem gerist í Norður-Kóreu þessa dagana. Nýlega hvarf Kim Jong-un, einræðisherra, af sjónarsviðinu í nokkrar vikur. Ýmsar vangaveltur voru þá um að hann væri mjög veikur og hugsanlega við dauðans dyr eða að hann héldi sig til hlés af ótta við að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Hann birtist síðan skyndilega aftur á sjónarsviðinu og var ekki annað að sjá en hann væri eins og hann á að sér að vera. Hann hefur ekki setið auðum höndum eftir þetta „frí“ og hefur nú hrist hressilega upp í starfsliði sínu, það er nánustu samstarfsmönnum sem aðstoða hann við að halda völdum.

Samkvæmt frétt The Herald Korea þá skipti hann nýlega 80% af nánasta samstarfsfólki sínu í Verkamannaflokknum út og 9 af 11 stjórnarmönnum flokksins fengu sparkið. Miðillinn hefur heimildir fyrir þessu innan suður-kóreska hersins.

Auk þessara hreinsana var leiðtogi leyniþjónustu landsins látinn taka pokann sinn. Af einhverri ástæðu ákvað leiðtoginn einnig að skipta um lífvörð því nánasti lífvörður hans var látinn taka pokann sinn og nýr maður settur í starfið.

Ekki er vitað hvað liggur að baki þessum breytingum og ekki er vitað hvað hinir brottreknu eru nú að gera eða hvort þeir eru yfirhöfuð á lífi en það hefur oft átt sér stað í Norður-Kóreu að þeir sem falla í ónáð séu teknir af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis