fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Málið sem skekur Svíþjóð – Dularfullt hvarf 17 ára stúlku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. maí 2020 05:51

Wilma Andersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. nóvember á síðasta ári var tilkynnt um hvarf hinnar 17 ára gömlu Wilma Andersson. Ekkert var vitað um afrdif hennar og unnusti hennar til tveggja ára vissi ekkert um hana. Þau höfðu verið saman í tvö ár og bjuggu í Uddevalla. Það eina sem unnustinn vissi var að Wilma að hún hefði yfirgefið íbúð þeirra þann 14. nóvember í kjölfar þess að þau rifust og ákváðu að slíta sambandinu.

Þetta sagði hann foreldrum Wilma þegar þau komu heim til hans 17. nóvember í leit að dóttur sinni en þá höfðu þau ekki náð í hana símleiðis í þrjá daga. Þau tilkynntu lögreglunni um hvarf Wilma.

Kærastinn sagði að hún hefði pakkað persónulegum eigum niður í tösku áður en hún fór. Þetta fannst foreldrum hennar undarlegt því hún hafði ekki tekið föt, snyrtivörur eða tannbursta með. Þau vissu að Wilma lagði mikla áherslu á þrifnað og útlit og hefði ekki skilið þetta eftir ef hún hefði haft tíma til að pakka eigum sínum niður.

Wilma.

Lögreglunni fannst sagan einnig ótrúverðug og því var unnustinn handtekinn, grunaður um að eiga aðild að hvarfi Wilma. Nágrannar sögðu lögreglunni að þeir hefðu heyrt há öskur berast frá íbúð parsins á milli klukkan 21 og 22 daginn sem Wilma hvarf.

Fannst í ferðatösku

Sérfræðingar lögreglunnar framkvæmdu ítarlegar vettvangsrannsóknir í íbúð parsins, sem er 58 fermetrar, í þeirri von að finna eitthvað sem gæti varpað ljósi á hvar Wilma væri.

Mörg þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í leit að Wilma í skóglendi nærri heimili hennar en þar fannst ekkert.

14 dögum eftir að Wilma hvarf tilkynnti lögreglan að ekki væri von til þess að finna hana á lífi. Lögreglan hafði þá fundið hluta af líki hennar en vildi ekki skýra nánar frá hvað hefði fundist. Það gerði lögreglan ekki fyrr en á miðvikudaginn. Þá var skýrt frá því að þann 28. nóvember hefði lögreglan fundið höfuð Wilma pakkað inn í álpappír. Það hafði verið sett ofan í ferðatösku sem var í hillu í fatahengi. Lögreglumenn höfðu séð töskuna þegar þeir framkvæmdu vettvangsrannsókn í íbúðinni en opnuðu hana ekki fyrr en níu dögum eftir að tilkynnt var um hvarf Wilma.

Taskan sem höfuðið var í. Mynd:Sænska lögreglan

Það var ekki fyrr en þeir komu aftur í íbúðina með sérþjálfaðan líkleitarhund, sem hafði fengist að láni frá þýsku lögreglunni, að höfuðið fannst. Lögreglumenn fundu einnig „sérstaka lykt“ þegar þeir komu í íbúðina þennan dag.

Unnustinn hefur nú verið ákærður fyrir að hafa myrt Wilma og hlutað lík hennar í sundur. Á fréttamannafundi á miðvikudaginn kom fram að lögreglan hefði fundið blóðbletti í íbúðinni og að á nokkrum hnífum, sem voru í íbúðinni, hefðu fundist lífsýni úr Wilmu, á hnífsoddunum eða blöðum. Unnustinn neitar sök og segir verjandi hans að ekki sé hægt að útiloka að ferðatöskunni hafi verið komið fyrir í íbúðinni eftir að hann var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“