fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Íhuga að jarðsetja fólk í almenningsgarði í New York

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 08:30

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkhúsin í New York eru yfirfull vegna COVID-19 faraldursins. Lík eru því geymd í kæligámum en þeir verða brátt einnig fullir. Af þessum sökum íhuga yfirvöld nú að jarðsetja fórnarlömb faraldursins í almenningsgarði í borginni.

Það verður þó aðeins til bráðabirgða að sögn Mark Levine formanns heilbrigðismálanefndar borgarinnar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og sagði að fljótlega hefjist „bráðabirgða“ jarðsetningar í borginni.

„Þær munu væntanlega fara fram í almenningsgarði í New York (já, þú last þetta rétt). Það verða teknar grafir fyrir tíu kistur í röð. Þetta verður gert á virðulegan hátt og er til skamms tíma. En það verður erfitt fyrir borgarbúa að sætta sig við þetta.“

Skrifaði hann. Síðar skýrði hann mál sitt frekar og sagði að um neyðarráðstöfun verði að ræða ef dauðsföllum fer ekki að fækka.

CNN hefur eftir Bill de Blasio, borgarstjóra í New York, að þetta sé ekki rétt hjá Levine og að almenningsgarðar verði aldrei notaðir til jarðsetninga. Engar áætlanir séu uppi um það og orðrómur um það sé algjör lygi. Hann sagði að verið væri að skoða að nota Hart Island í Bronx sem tímabundinn kirkjugarð ef þörf krefur.

CNN náði ekki sambandi við Levine til að fá frekari skýringar hjá honum á orðum hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat