fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Óttaðist COVID-19 mikið og tók klórókínfosfat sem varð honum að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður, frá Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum, lést og eiginkona hans er í lífshættu eftir að þau tóku klórókínfosfat í viðleitni til að sleppa við smit af völdum COVID-19 veirunnar. Svo virðist sem þau hafi ekki tekið þá útgáfu klórókínfosfats sem fæst í lyfjaverslunum heldur „blöndu sem er oft notuð til að þrífa fiskabúr“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu heilbrigðisyfirvalda að sögn CNN. NBC News ræddi við konuna sem sagði að þau hjónin hafi heyrt um tengsl klórókíns við kórónuveiruna á fréttamannafundi Donald Trump forseta. Þau hafi ákveðið að taka efnið þar sem þau „óttuðust að smitast“.

Hún sagðist hafa átt efnið heima því það hafi hún notað til að þrífa fiskabúr.

„Ég sá þetta í hillunni og hugsaði með mér: „Er þetta ekki efnið sem var verið að tala um í sjónvarpinu?“

Trump hefur nefnt klórókín sem hugsanlega lækningu við COVID-19 en efnið er notað gegn malaríu og fleiri sjúkdómum en heilbrigðisyfirvöld hafa ekki samþykkt notkun þess gegn COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól