fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Þetta tákn er mikilvæg vísbending í leitinni að óþekktum raðmorðingja

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 06:00

Umrætt tákn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan vonast nú til að svör fáist við hver og/eða hverjir myrtu 11 manns árin 2010 og 2011. Þá fundust líkamsleifar níu kvenna, eins manns og einnar stúlku í vegkanti við vinsæla baðströnd á Long Island. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á öll fórnarlömbin og lögreglan sagði á sínum tíma frá því að minnsta kosti þrír aðilar hafi myrt fólkið. Svæðið, þar sem líkamshlutarnir fundust, virðist hafa verið notað til að losna við líkamshlutana. Nú hefur lögreglan birt mynd af táknum sem gætu hugsanlega varpað ljósi á málið.

Lögreglan í Suffolk birti myndina nýlega og sagði þá að líklega hafi einn og sami maðurinn myrt allt fólkið. Táknið er af svörtu belti sem lögreglan telur að tilheyri morðingjanum. Á fréttamannafundi sagði Geraldine Har, lögreglustjóri, að ekki sé talið að beltið hafi verið í eigu fórnarlambanna.

Táknið sýnir WH eða HM, allt eftir því hvernig er horft á það. Hart sagði lögregluna vonast til að einhver kannist við táknið og búi yfir upplýsingum um beltið sem það gæti hafa verið á. Lögreglan hefur opnað sérstaka vefsíðu þar sem skýrt er frá framvindu málsins.

Umrætt tákn.

Konurnar, sem voru myrtar, störfuðu við vændi. Lík þeirra fundust þegar leitað var að Shannon Gilbert sem hvarf 2010. Hún var 24 ára vændiskona sem hvarf eftir að hún fór frá heimili viðskiptavinar við ströndina. Lögreglan hóf þá leit á svæðinu og fann líkamsleifarnar sem höfðu legið þar lengi. Ári síðar hafði lögreglan fundið líkamsleifar átta kvenna, eins manns og stúlku. Líkamshlutar sömu fórnarlamba fundust einnig annarsstaðar á Long Island. Lík Gilbert fannst ekki fjarri 2011.

FBI hefur nú fengið lífsýni úr þeim fórnarlömbum, sem ekki hefur tekist að bera kennsl á, til rannsóknar. Vonast er til að hægt verði að kortleggja erfðamengi þeirra og finna ættingja þeirra á þann hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Í gær

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau