fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Flugfélag gefur 50.000 flugmiða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 20:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japan Airlines er í sannkölluðu gjafaskapi og ætlar að gefa 50.000 flugmiða sem verður hægt að nota í innanlandsflug næsta sumar. Miðarnir eru ætlaðir erlendum ferðamönnum. En það er eins og með allt það sem er ókeypis í lífinu, það býr eitthvað að baki gjafmildinni.

Tilgangurinn með að gefa miðana er að fá ferðamenn til að skoða minna þekkt svæði í landinu og að reyna að draga úr því mikla álagi sem verður á höfuðborgina Tókýó næsta sumar en þá fara Ólympíuleikarnir fram þar. CNN skýrir frá þessu.

Yfirvöld reikna með um 10 milljónum ferðamanna til Tókýó í tengslum við leikana. Því er vonast til að þeir ferðamenn, sem hafa lítinn áhuga á íþróttum, fáist til að fara út fyrir borgarmörkin ef þeir fá ókeypis flugmiða.

Til að koma til greina þarf fólk að skrá sig á lista hjá japanska Mileage Bank yfir fólk sem ferðast mikið. Þeir sem verða svo heppnir að fá miða fá ekki að vita um áfangastaðinn fyrr en nokkrum dögum fyrir brottför. Þá geta hinir heppnu valið á milli fjögurra áfangastaða sem flogið er til frá Tókýó eða Osaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög