fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Trump hefur enn áhuga á Grænlandi – Kynnti óskalista varðandi landið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 07:55

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Grænlendingar og Danir hafi verið fljótir að vísa tilboði Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi á bug hafa Bandaríkjamenn greinilega enn áhuga á Grænlandi. Í gær fundaði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, með bandaríska sendiherranum í Danmörku og ræddu þau meðal annars hvernig Bandaríkin geti styrkt efnahagslegt samband sitt við Grænland.

The Hill skýrir frá þessu. En viðræðurnar snerust einnig um málefni Norðurslóða, viðskipti og um að auka og bæta tengslin við Danmörku, Grænland og Færeyjar. Það er því ljóst að áhugi Bandaríkjamanna á þessum heimshluta er mjög mikil um þessar mundir og var heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hingað til lands einmitt merki um það.

Bolton skýrði frá fundinum með sendiherranum, Carla Sands, í tísti á Twitter. Þar segir að viðræður þeirra hafi snúist um Norðurslóðir og orkuöryggi, viðskipti og að setja aukinn hraða í efnahagslegt samband Bandaríkjanna við Grænland, þar á meðal fjárfestingar í verkefnum tengdum námuvinnslu og endurbótum á flugvöllum. Þetta eru einmitt verkefni sem Kínverjar hafa verið að reyna að láta að sér kveða í á Grænlandi á undanförnum misserum auk fleiri verkefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull