fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Trump hefur enn áhuga á Grænlandi – Kynnti óskalista varðandi landið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 07:55

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Grænlendingar og Danir hafi verið fljótir að vísa tilboði Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi á bug hafa Bandaríkjamenn greinilega enn áhuga á Grænlandi. Í gær fundaði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, með bandaríska sendiherranum í Danmörku og ræddu þau meðal annars hvernig Bandaríkin geti styrkt efnahagslegt samband sitt við Grænland.

The Hill skýrir frá þessu. En viðræðurnar snerust einnig um málefni Norðurslóða, viðskipti og um að auka og bæta tengslin við Danmörku, Grænland og Færeyjar. Það er því ljóst að áhugi Bandaríkjamanna á þessum heimshluta er mjög mikil um þessar mundir og var heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hingað til lands einmitt merki um það.

Bolton skýrði frá fundinum með sendiherranum, Carla Sands, í tísti á Twitter. Þar segir að viðræður þeirra hafi snúist um Norðurslóðir og orkuöryggi, viðskipti og að setja aukinn hraða í efnahagslegt samband Bandaríkjanna við Grænland, þar á meðal fjárfestingar í verkefnum tengdum námuvinnslu og endurbótum á flugvöllum. Þetta eru einmitt verkefni sem Kínverjar hafa verið að reyna að láta að sér kveða í á Grænlandi á undanförnum misserum auk fleiri verkefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta