fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Þess vegna skaltu fá þér hund

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 06:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar geta verið tryggir og traustir fylgdarsveinar eigenda sinna og það að eiga hund getur haft jákvæð áhrif á andlega og líkamlega vellíðan fólks og dregið úr stressi og þunglyndi. Af þessum sökum er víða farið að nota hunda í tengslum við umönnun aldraðra og víðar innan heilbrigðiskerfisins.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna sýna að hundaeigendur hreyfðu sig meira en aðrir og borðuðu að jafnaði hollari mat. Þetta hafði jákvæð áhrif á blóðþrýsting, blóðfitu og neysluvenjur þeirra. 1.800 manns tóku þátt í rannsókninni.

„Að eiga hund eykur vellíðan fólks, dregur úr einmanaleika og dregur úr líkunum á þunglyndi. Allt þetta tengist síðan óbeint hjarta- og æðaheilbrigði.“

Segir Francisco Lopez-Jimenez sem stýrði rannsókninni sem var gerð á vegum The Mayo Foundation for Medical Education and Research. Niðurstöðurnar eru í takt við niðurstöður annarra svipaðra rannsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut