fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Rabbínar ósáttir við Eurovision – Truflar hvíldardaginn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 05:59

Hatari er fulltrúi Íslands í keppninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá nokkrum manni að Eurovision stendur nú yfir í Tel Aviv í Ísrael. Ekki eru allir sáttir við að keppnin sé haldin í Ísrael og ekki eru allir sáttir við að úrslitakvöldið fari fram á laugardegi. Strangtrúaðir gyðingar og stjórnmálamenn eru mjög ósáttir við það því laugardagur er hvíldardagur gyðinga og varir frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardegi. Þennan dag á að halda heilagan að þeirra mati.

Nokkrir áhrifamiklir rabbínar telja að það að halda Eurovision á laugardegi brjóti hugsanlega gegn hvíldardeginum. Trúaðir gyðingar séu þvingaðir til að vinna á laugardegi og þetta sé hættulegt fyrir veru þeirra í hinu heilaga landi.

Úrslitakeppnin hefst einni klukkustund eftir sólsetur á laugardaginn og brýtur því í sjálfu sér ekki gegn hvíldardeginum en það gerir hins vegar öll hin mikla undirbúningsvinna sem þarf að fara fram á laugardeginum til að undirbúa kvöldið.

Af þessum sökum hafa ísraelsk stjórnvöld gefið út 2.000 undanþágur til að gyðingar geti unnið á hvíldardeginum í tengslum við keppnina.

Ekki er talið óhugsandi að málið geti haft pólitískar afleiðingar fyrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, sem reynir nú að mynda nýja ríkisstjórn. Hann hefur átt í viðræðum við fjölda flokka um myndun samsteypustjórnar en í síðustu viku dró UTJ flokkurinn sig út úr viðræðunum vegna allra undanþáganna sem stjórnvöld hafa veitt vegna Eurovision.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 1 viku

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu