fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Hryðjuverk í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi – Margir myrtir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 04:13

Skjáskot af útsendingu ABC frá því á föstudaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að margir hafi verið myrtir í árásum á tvær moskur þar í nótt að íslenskum tíma, síðdegis að staðartíma. Einn er í haldi lögreglunnar vegna árásanna en lögreglan telur að fleiri hafi verið að verki. Öllum skólum í borginni hefur verið lokað og þungvopnaðir lögreglumenn hafa tekið sér stöðu á mikilvægum stöðum í borginni.

Mike Bush, lögreglustjóri, sagði að alvarlegir atburðir séu nú að eiga sér stað í borginni. Lögreglan hafi brugðist við af öllum mætti en mikið hættuástand ríki í borginni.

Sky skýrir frá þessu. Svo virðist sem árásarmaður hafi sent út í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar hann fór inn í mosku með skotvopn á lofti. Moskur í borginni hafa verið hvattar til að loka og fólk hefur verið beðið að halda sig fjarri þeim.

The Guardian hefur eftir lögreglunni að á öðrum stað í borginni hafi fundist sprengja í bíl.

Ekki hefur verið gefið út hversu margir eru látnir og slasaðir en vitni sagði AP að tugum skota hafi verið hleypt af. Tugir fólks eru að jafnaði við bænahald síðdegis. Vitnið segir að skothríðin hafi varað í um 20 mínútur og að byssumaðurinn hafi gengið skipulega til verks og farið á milli herbergja í moskunni.

Skotárásir sem þessar, þar sem ráðist er á fjölda manns í einu, eru afar sjaldgæfar á Nýja-Sjálandi. Síðast gerðist það 1990 í litla þorpinu Aramoana þar sem 13 voru skotnir til bana auk árásarmannsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau