fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Vandræði yfirvofandi í grænlenskum rækjuiðnaði vegna Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Brexit verður að veruleika standa Grænlendingar frammi fyrir ákveðnum vanda. Þeir eru ekki með fríverslunarsamning við Breta eftir Brexit. Þetta stefnir útflutningi á rækju til Bretlands í uppnám en Grænlendingar selja rækjur þangað fyrir sem nemur um 15 milljörðum íslenskra króna á ári.

Bretar borða mikið af rækjum og landið er stærsti markaður fyrir pillaðar rækjur í heiminum. Stór hluti þeirra kemur frá Grænlandi. Af þessum sökum standa Grænlendingar frammi fyrir vanda. Þeir eru ekki aðilar að ESB en eru með fríverslunarsamning við ESB sem gerir þeim kleift að flytja vörur til ESB án tolla. Ef Bretar ganga úr ESB standa Grænlendingar því frammi fyrir því að tollar verða lagðir á útflutning þeirra til Bretlands.

Því telja grænlensk stjórnvöld að loka verði tveimur rækjuverksmiðjum í Grænlandi þegar Brexit tekur gildi. Sú lokun mun þá vara þar til Grænlendingar hafa náð fríverslunarsamningi við Breta. Þeir hafa unnið að því mánuðum saman að ná slíkum samningi en lítið gengur í þeim efnum þar sem Grænland er ekki í forgangi hjá breskum stjórnvöldum hvað varðar samningagerð.

Grænlenska sendinefndin í Lundúnum hefur átt í erfiðleikum að fá aðgang að breskum stjórnmálamönnum. Sendinefndin gegnir einhverskonar hlutverki sendiráðs í Lundúnum þar sem Grænlendingar eru ekki með sendiráð.

Það er því mikil óvissa framundan í grænlenskum rækjuiðnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Í gær

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun