fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Vandræði yfirvofandi í grænlenskum rækjuiðnaði vegna Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Brexit verður að veruleika standa Grænlendingar frammi fyrir ákveðnum vanda. Þeir eru ekki með fríverslunarsamning við Breta eftir Brexit. Þetta stefnir útflutningi á rækju til Bretlands í uppnám en Grænlendingar selja rækjur þangað fyrir sem nemur um 15 milljörðum íslenskra króna á ári.

Bretar borða mikið af rækjum og landið er stærsti markaður fyrir pillaðar rækjur í heiminum. Stór hluti þeirra kemur frá Grænlandi. Af þessum sökum standa Grænlendingar frammi fyrir vanda. Þeir eru ekki aðilar að ESB en eru með fríverslunarsamning við ESB sem gerir þeim kleift að flytja vörur til ESB án tolla. Ef Bretar ganga úr ESB standa Grænlendingar því frammi fyrir því að tollar verða lagðir á útflutning þeirra til Bretlands.

Því telja grænlensk stjórnvöld að loka verði tveimur rækjuverksmiðjum í Grænlandi þegar Brexit tekur gildi. Sú lokun mun þá vara þar til Grænlendingar hafa náð fríverslunarsamningi við Breta. Þeir hafa unnið að því mánuðum saman að ná slíkum samningi en lítið gengur í þeim efnum þar sem Grænland er ekki í forgangi hjá breskum stjórnvöldum hvað varðar samningagerð.

Grænlenska sendinefndin í Lundúnum hefur átt í erfiðleikum að fá aðgang að breskum stjórnmálamönnum. Sendinefndin gegnir einhverskonar hlutverki sendiráðs í Lundúnum þar sem Grænlendingar eru ekki með sendiráð.

Það er því mikil óvissa framundan í grænlenskum rækjuiðnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“