fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Drama á sænsku sjúkrahúsi – Nýfæddu barni rænt úr örmum móður á fæðingardeildinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 07:02

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir vel heppnaða fæðingu breyttist gærdagurinn í algjöra martröð fyrir nýbakað sænska móður. Hún hafði eignast barn sitt á Hunddinge sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Skyndilega vék maður sér að henni inni á fæðingardeildinni og tók barnið úr örmum hennar og fór á brott með það. Hann ók á brott, ásamt tveimur samverkamönnum sínum, í leigubíl.

Barnið fæddist fyrir tímann og því höfðu læknar miklar áhyggjur af heilsu þess. En sem betur fer tókst lögreglunni að finna barnið fljótlega og flytja aftur á sjúkrahúsið, þá var um klukkustund liðin síðan það var hrifsað úr örmum móður sinnar.

Aftonbladet segir að það hafi verið ættingi konunnar sem rændi barninu.

Tveir hafa verið handteknir vegna málsins og þess þriðja er leitað. Lögreglan sagði í nótt að barninu heilsist vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali