fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Enn rekur fætur á land – 15 fætur á 12 árum og lögreglan er ráðalaus

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 06:59

Einn skóna sem skolað hefur á land í Kanada

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Bresku Kólumbíu í Kanada hefur mannsfætur rekið á land á undanförnum árum. Frá 2007 hafa 15 slíkir fundist í fjörum þar og lögreglan er engu nær um af hverju fæturnir enduðu í sjónum og ráku þar með á land.

Í september rak fimmtánda fótinn á land og hefur lögreglan biðlað til almennings um aðstoð við að bera kennsl á hann. DNA-rannsóknir hafa ekki skilað neinni svörum og því veit lögreglan ekki af hverjum fóturinn er. Hann var í ljósgráum Nike Free RN íþróttaskó af stærðinni 42,5. British Columbias Coroners Service segir að greining á beinauppbyggingu fótarins bendi til að hinn látni hafi verið undir fimmtugu.

Kort yfir þá staði þar sem fæturnir hafa fundist. Mynd:British Columbia Coroners Service

Af þeim fimmtán fótum sem hefur rekið á land hefur tekist að bera kennsl á tíu en fimm eru enn ráðgáta. Auk þess er það enn algjör ráðgáta af hverju fótunum hefur skolað á land í Bresku Kólumbíu og af hverju ekkert lát virðist vera á því.

ABC News hefur eftir talsmanni lögreglunnar að það sé verkefni hennar að finna út af hverjum fæturnir eru, hvernig þeir létust og hvenær. Í þessum málum hafi það verið forgangsverkefni að bera kennsl á hina látnu til að hægt væri að upplýsa fjölskyldur þeirra um örlög þeirra.

Síðasti skórinn sem rak á land.

Þrátt fyrir að lögreglan viti ekki með fullri vissu hvað hefur orðið fólkinu að bana eða af hverju fætur þess hefur rekið á land í fylkinu þá leggur hún áherslu á að ekkert bendi til að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“