fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Trump mun lýsa yfir neyðarástandi við landamæri Mexíkó í dag – Gert til að fá fjármagn í múrinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 08:00

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur senn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun í dag lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó. Þetta gerir hann til að geta fjármagnað byggingu múrs á landamærunum en það var eitt helsta kosningaloforð hans.

Þingið samþykkti fjárlög í nótt með miklum meirihluta í báðum deildum. Í þeim er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til byggingar múrsins mikla á landamærunum að Mexíkó. Af þessum sökum mun Trump lýsa yfir neyðarástandi í dag að sögn Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.

CNN segir að Sanders hafi staðfest að Trump muni samþykkja fjárlögin og gera aðrar ráðstafanir, þar á meðal að lýsa yfir neyðarástandi, til að tryggja fjármögnun múrsins. Hún sagði að með því að lýsa yfir neyðarástandi verði hægt að binda endi á þá mannúðarkrísu og öryggisvandamál sem eru uppi við landamærin að Mexíkó.

CNN hefur eftir heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump muni nota neyðarástandið til að finna þá 8 milljarða dollara sem áætlað er að það kosti að reisa múr á landamærunum. Það eru rúmlega tveimur milljörðum meira en hann krafðist í samningaviðræðum um fjárlögin.

Trump vill láta reisa rúmlega 320 kílómetra langan múr á hinum rúmlega 3.000 kílómetra löngu landamærum ríkjanna.

Neyðarlög gefa forsetanum tækifæri til að fara framhjá þinginu til að finna fjármagn til verksins. En þótt hann lýsi yfir neyðarástandi er sigur ekki í höfn því margir munu reyna fá dómstóla til að úrskurða neyðarástandstilskipunina ógilda, þar á meðal demókratar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal