fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Dularfulla skiltamálið – Hver stelur skiltunum? Af hverju voru þau send aftur til bæjarins?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 05:59

Hluti skiltanna sem var skilað. Mynd:Sara Termansen/Esbjerg Kommune

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin sex ár hefur fjölda skilta verið stolið í Esbjerg á Jótlandi í Danmörku. En það eru ekki öll skilti sem heilla þjófinn/þjófana því það eru græn málmskilti með nöfnum almenningsgarða sem hverfa á dularfullan hátt.

Byrjað var að setja slík skilti upp við almenningsgarða og opin svæði í bænum fyrir sex árum. Fljótlega byrjuðu þau að hverfa. Ekki er vitað hver eða hverjir eru að verki eða hvaða ástæða liggur að baki þessum þjófnuðum. Það jók síðan dulúðina í kringum þetta enn frekar að í síðustu viku var pakki, með fullt af þessum skiltum, sendur til ráðhússins.

Margar kenningar hafa verið á lofti um þetta dularfulla mál. Því hefur verið velt upp hvort hér sé á ferð safnari sem safni skiltum sem þessum? Eða hvort hér séu fingralangir unglingar á ferð? Nú, eða einhver sem telur að skiltin séu verðmæt.

Starfsmenn sveitarfélagsins segjast varla hafa undan að setja skilti upp, þau hverfi jafnóðum. Þar á bæ hafa menn ekki yfirsýn yfir hversu mörg skilti hafa horfið en vita þó að þau eru mörg.

13 af þessum skiltum skiluðu sér síðan í póstkassa sveitarfélagsins í síðustu viku. Það var ekki til að draga úr vangaveltunum og sagði einn starfsmaður sveitarfélagsins í samtali við jv.dk að hugsanlega hafi samviskan farið að naga þjófinn eða að foreldri hafi fundið skiltin inni í unglingaherberginu og hafi sent unglinginn til að skila þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau