fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Ákærð fyrir að hvetja unnusta sinn til að fremja sjálfsvíg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 22:00

You og Urtula.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inyoung You og Alexander Urtula voru par og stunduðu bæði nám í háskóla í Boston í Bandaríkjunum.  Á þeim 18 mánuðum sem samband þeirra varði beitti You unnusta sinn miklum þrýstingi til að fyrirfara sér. Hann glímdi við þunglyndi. Hann var aðeins 22 ára þegar hann tók líf sitt en You er 21 árs. Hún hefur nú verið ákærð fyrir að hafa valdið dauða hans.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að You hafi margoft sagt honum að heimurinn og fjölskylda hans væru betur komin án hans. Hún er einnig sögð hafa einangrað hann frá vinum og ættingjum og fylgst með ferðum hans í gegnum staðsetningarbúnað farsíma.

Síðustu tvo mánuðina fyrir andlát Urtula sendi You honum 47.000 smáskilaboð þar sem hún skipaði honum og þrýsti á hann að taka eigið líf. Þetta segir saksóknari í Suffolk sýslu þar sem málið verður tekið fyrir.

You er einnig sögð hafa verið til staðar þegar Urtula batt endi á líf sitt í Roxbury í Boston í maí á þessu ári. Það gerði hann aðeins 90 mínútum áður en hann átti að þreyta lokapróf sitt í háskólanum.

Saksóknari segir að með aðgerðum sínum hafi You „skapað lífshættulegar aðstæður“ fyrir Urtula. Hún hafi vitað hann glímdi við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir sem hún hafði komið inn hjá honum. Þrátt fyrir þetta hafi hún haldið áfram að hvetja hann til að taka eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“