fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Lögreglumaður stöðvaði akstur hennar – Þegar hann sá börnin í bílnum bað hann hana um að stíga út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 22:32

Kevin Zimmerman. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 12 árum hóf Kevin Zimmerman störf sem lögreglumaður í Milwaukee í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur margt drifið á daga hans en nýlega lenti hann í atviki sem komst heldur betur í fréttirnar.

Snemma í október stöðvaði hann akstur konu einnar. Þegar hann leit inn í bílinn sá hann að hún var með þrjú ung börn í aftursætinu og voru þau ekki í bílstólum. Sem lögreglumaður og faðir vissi hann auðvitað að börn eiga að vera í bílstólum.

„Nú er að koma vetur og það þarf að greiða reikninga, ég þarf að kaupa úlpur, stígvél og fleira svo þetta er mjög erfiður árstími fyrir mig.“

Sagði konan, sem heitir Andrella Jackson, við Zimmerman.

Kevin og tvö af börnunum.

Hann hefði auðvitað getað sektað hana en ákvað þess í stað að fara aðra leið. Hann lét Jackson því fylgja sér í nærliggjandi stórverslun þar sem hann keypti bílstóla og greiddi úr eigin vasa. Hann kom þeim síðan fyrir í bíl Jackson.

„Hann er frábær. Ég kann svo sannarlega að meta allt það sem hann gerði fyrir okkur.“

Sagði Jackson.

Í samtali við TMJ4 vildi Zimmerman ekki gera mikið úr eigin ágæti eða því sem hann gerði.

„Ég gerði þetta ekki til að hljóta lof fyrir. Ég gerði þetta af því að ég á sjálfur börn og ég vil ekki að neitt komi fyrir börnin hennar. Ef eitthvað kæmi fyrir börnin mín myndi ég vera eyðilagður fyrir lífstíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi