fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Lögreglumaður stöðvaði akstur hennar – Þegar hann sá börnin í bílnum bað hann hana um að stíga út

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 22:32

Kevin Zimmerman. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 12 árum hóf Kevin Zimmerman störf sem lögreglumaður í Milwaukee í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur margt drifið á daga hans en nýlega lenti hann í atviki sem komst heldur betur í fréttirnar.

Snemma í október stöðvaði hann akstur konu einnar. Þegar hann leit inn í bílinn sá hann að hún var með þrjú ung börn í aftursætinu og voru þau ekki í bílstólum. Sem lögreglumaður og faðir vissi hann auðvitað að börn eiga að vera í bílstólum.

„Nú er að koma vetur og það þarf að greiða reikninga, ég þarf að kaupa úlpur, stígvél og fleira svo þetta er mjög erfiður árstími fyrir mig.“

Sagði konan, sem heitir Andrella Jackson, við Zimmerman.

Kevin og tvö af börnunum.

Hann hefði auðvitað getað sektað hana en ákvað þess í stað að fara aðra leið. Hann lét Jackson því fylgja sér í nærliggjandi stórverslun þar sem hann keypti bílstóla og greiddi úr eigin vasa. Hann kom þeim síðan fyrir í bíl Jackson.

„Hann er frábær. Ég kann svo sannarlega að meta allt það sem hann gerði fyrir okkur.“

Sagði Jackson.

Í samtali við TMJ4 vildi Zimmerman ekki gera mikið úr eigin ágæti eða því sem hann gerði.

„Ég gerði þetta ekki til að hljóta lof fyrir. Ég gerði þetta af því að ég á sjálfur börn og ég vil ekki að neitt komi fyrir börnin hennar. Ef eitthvað kæmi fyrir börnin mín myndi ég vera eyðilagður fyrir lífstíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni