fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Gripinn glóðvolgur: Níðingur taldi sig vera að hitta 13 ára stúlku – Svolítið annað beið hans

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmdur kynferðisbrotamaður var gripinn glóðvolgur á dögunum þegar hann taldi sig vera að hitta þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi. Bresk samtök sem kalla sig PEST og berjast gegn barnaníðingum lögðu gildru fyrir manninn sem hann féll í.

Maðurinn er ekki nafngreindur í breskum fjölmiðlum enda ekki enn verið ákærður eða dæmdur fyrir þetta mál. Atvikið átti sér stað í borginni Hull en maðurinn hafði sett sig í samband við þrettán ára stúlku sem var í raun fullorðinn fulltrúi umræddra samtaka. Það var svo á miðvikudagskvöld að maðurinn taldi sig vera að fara hitta stúlkuna að fulltrúar samtakanna biðu hans.

Maðurinn brotnaði niður þegar hann áttaði sig á hvað var í gangi og játaði því að hafa losnað úr fangelsi fyrir aðeins fjórum mánuðum. Mun maðurinn hafa setið inni fyrir vörslu barnaníðsmynda. Þá játaði hann að hafa ætlað að hitta stúlkuna í kynferðislegum tilgangi og baðst afsökunar á því.

„Stelpan sem þú hélst að þú værir að hitta sagði að hún væri óörugg og hrædd við að stunda kynlíf, en þú sagðist vera harðákveðinn í að kenna henni,“ segir einn þeirra manna sem afhjúpuðu manninn. Hann spyr svo hversu oft hann hafi gert þetta áður.

Í lok myndbandsins sést þegar lögreglubíll kemur og má ætla að maðurinn hafi verið handtekinn í kjölfarið.

Sitt sýnist hverjum um þær aðferðir sem hópar eins og PEST beita í að klófesta barnaníðinga. Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa gagnrýnt aðferðina, meðal annars í ljósi rannsóknarhagsmuna. Það sé best að láta sérþjálfaða lögreglumenn sjá um mál af þessu tagi.

„Það er ekkert mikilvægara en velferð barna en mál sem þessi verða að vera leidd af lögreglunni og öðrum löggæslustofnunum,“ sagði Alan Farrow, fulltrúi lögreglunnar í Humberside, í viðtali nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“