fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Hörð gagnrýni á vinsælan tölvuleik – Ósmekklegt peningaplokk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar vara fólk við farsímaútgáfunni af hinum vinsæla tölvuleik Mario Kart Tour. Hann var gefinn út 25. september og var hlaðið niður 10 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum eftir útgáfu. Sérfræðingar segja höfunda leiksins vera „ósmekklega“, „úr takti við raunveruleikann“ og „ótrúlega gráðuga“.

Leikurinn er sérstök farsímaútgáfa af hinum gríðarlega vinsæla leik Mario Kart sem hefur heillað fólk áratugum saman í Nintendo leikjatölvum. Nýja farsímaútgáfan hefur hlotið harða gagnrýni á þekktum leikjasíðum, til dæmis Kotaku og Polygon.

Leikurinn er ókeypis í upphafi en það er aðeins brella að sögn sérfróðra til að lokka fólk til að spila hann. Þegar það er síðan komið á kaf í leikinn þarf það að kaupa eitt og annað til að geta haldið áfram að spila.

Það hefur vakið sérstaka reiði margra að Nintendo gengur svo harkalega fram í að selja vörur sínar í leiknum. Mikið er um smákaup í leiknum, kaup sem kosta ekki mikla peninga ein og sér en þegar upp er staðið safnast þetta saman í háar fjárhæðir.

Einnig er áskrifendaþjónusta í leiknum sem neyðir spilara næstum til að skrá sig til að þeir geti fengið eitthvað almennilegt út úr leiknum. Spilarar þurfa þá að greiða fimm dollara á mánuði fyrir að fá aðgang að „ókeypis“ leiknum. Þeir fá sem sagt ekki aðgang að öllum leiknum nema þeir pungi fyrst út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi