fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Tesla og Elon Musk í slæmum málum – Brutu bandaríska vinnulöggjöf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í San Francisco kvað á föstudaginn upp dóm um að Tesla og forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, hefðu brotið bandaríska vinnulöggjöf með því að beita sér gegn starfi verkalýðsfélaga. Musk var meðal annars sagður hafa beitt sér gegn því að starfsfólk Tesla væri í stéttarfélögum.

The Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal þeirra gagna sem voru lögð fyrir dóm hafi verið Twitterfærsla Musk frá 2018. Þá skrifaði hann að ekkert hindraði starfsfólkið í að skrá sig í stéttarfélög en að þær aðstæður og kjör sem boðið væri upp á hjá fyrirtækinu væru nú þegar betri en stéttarfélög gætu tryggt.

Í færslunni spurði hann af hverju starfsfólkið ætti að vera að greiða gjald til stéttarfélagsins og fórna möguleikum sínum á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu. Hann benti einnig á að öryggismál væru tvisvar sinnum betri en þegar starfsfólkið var í samtökum verkamanna í bílaiðnaði og auk þess fengju allir starfsmenn framlög til sjúkratrygginga.

Tesla var einnig sakfellt fyrir að hafa refsað starfsfólki ef það reyndi að mynda stéttarfélag. Fyrirtækinu er gert að bjóða brottreknum starfsmanni starf á nýjan leik. Reiknað er með að Tesla áfrýi dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn