fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Tveggja ára drengur skotinn í Baltimore – Reiði í umferðinni talin ástæða árásarinnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 20:30

Javon Johnson. Mynd:Baltimore Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem óánægja Javon Johnson með hegðun annars ökumanns í umferðinni hafi orðið til þess að hann dró upp byssu og skaut á bíl sem tveggja ára drengur var farþegi í. Þetta átti sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum nýlega.

Árásarmaðurinn, Javon Johnson, var handtekinn tveimur dögum eftir að þetta gerðist og situr nú í gæsluvarðhaldi. Johnson er sakaður um morðtilraun, líkamsárás og brot á vopnalögum. Talsmaður lögreglunnar sagði að Johnson hafi ekið upp að hlið bílsins, sem drengurinn var í, og skotið á hann. Skömmu áður hafði ökumaður þess bíls flautað á Johnson þegar hann hreyfði bifreið sína ekki úr stað á gatnamótum þrátt fyrir að grænt ljós hafi logað.

Læknar segja ástand drengsins stöðugt og reiknað sé með að hann lifi árásina af.

Michael Harrison, talsmaður lögreglunnar, sagði á fréttamannafundi að árásin væri bein afleiðing af afstöðu íbúa borgarinnar til skotvopna.

„Ákvörðunin um að nota skammbyssu er ekki tekin þegar þú hleypir skoti af. Hún er tekin þegar þú tekur hana með að heiman. Þá hefur þú ákveðið að ef þú hafir þörf fyrir hana munir þú nota hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni