fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Belgar banna halal- og kosher-slátrun – Gyðingar og múslímar mótmæla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 07:40

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Flanders, í norðurhluta Belgíu, hafa bannað slátrun dýra með svokölluðum halal og kosher aðferðum sem múslímar og gyðingar nota. Með þeim aðferðum er dýrunum slátrað án þess að vera rotuð fyrst. Samkvæmt halal og kosher aðferðum eru dýrin skorin á háls og látin blæða út. Á meðan má ekki meðhöndla þau eða snerta á neinn hátt.

Múslímar og gyðingar eru ósáttir við þetta bann og segja það brjóta gegn reglum Evrópusambandsins um trúfrelsi. Flanders er fyrsta héraðið í Belgíu sem bannar slátrun án þess að dýrin séu rotuð fyrst en Wallonia mun fljótlega fylgja í kjölfarið.

Evrópuþing gyðinga sagði í umsögn um tillögurnar að þetta væri „stærsta árásin á trúarleg réttindi gyðinga síðan á hernámi nasista stóð“.

Samkvæmt lögunum verður að rota dýrin með raflosti áður en þeim er slátrað en samkvæmt frétt Daily Mail segir flest baráttufólk fyrir réttindum dýra að það sé mannúðlegri aðferð en aðferðir gyðinga og múslíma og samræmist því dýraverndarsjónarmiðum betur.

Samfélög múslima og gyðinga í Belgíu hafa mótmælt lögunum og segja að dýrin verði að vera „við fullkomna heilsu“ þegar þau eru skorin á háls og því megi ekki rota þau fyrst. Þá hafa heyrst raddir um að þetta snúist minnst um dýravelferð heldur séu lögin tilkomin vegna andúðar á gyðingum og múslímum.

í nokkrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Danmörku, Sviss og Nýja-Sjálandi er bannað að slátra dýrum nema þau séu rotuð fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar