fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Búa sig undir Brexit-öngþveiti – Loka blóðbönkum í Kent

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 05:59

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars og fram í maí verður ekki hægt að gefa blóð í Dover og Folkestone í Kent. Bresk heilbrigðisyfirvöld, NHS, hafa ákveðið að loka blóðbönkum þar vegna Brexit en samkvæmt áætlun munu Bretar yfirgefa ESB á miðnætti þann 29. mars næstkomandi.

Á Twitter segir NHS að ekki verði tekið við blóði í Dover og Folkestone frá miðjum mars þar til um miðjan maí. Ákvörðunin byggir á því að hugsanlega verður mikið umferðaröngþveiti í Kent í tengslum við útgönguna, sem enn er óljóst hvernig verður háttað, og því hætta á að starfsfólk NHS komist ekki til og frá mótttökustöðum blóðgjafa.

Dover er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands en þangað koma skip og ferjur í stríðum straumum alla daga með flutningabíla og vörur frá meginlandinu.

Margir stjórnmálamenn hafa gripið málið á lofti og nota það óspart í þeim pólitíska leik sem er í gangi um Brexit.

Virendra Sharma, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar geti kostað mannslíf.

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur þrýst á Theresa May, forsætisráðherra, að ábyrgjast að ekki komi til útgöngu nema samningur við ESB liggi fyrir.

NHS segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af blóðskorti þrátt fyrir þetta, nægt blóð muni verða til ráðstöfunar á sjúkrahúsum í Kent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca