fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Búa sig undir Brexit-öngþveiti – Loka blóðbönkum í Kent

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 05:59

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars og fram í maí verður ekki hægt að gefa blóð í Dover og Folkestone í Kent. Bresk heilbrigðisyfirvöld, NHS, hafa ákveðið að loka blóðbönkum þar vegna Brexit en samkvæmt áætlun munu Bretar yfirgefa ESB á miðnætti þann 29. mars næstkomandi.

Á Twitter segir NHS að ekki verði tekið við blóði í Dover og Folkestone frá miðjum mars þar til um miðjan maí. Ákvörðunin byggir á því að hugsanlega verður mikið umferðaröngþveiti í Kent í tengslum við útgönguna, sem enn er óljóst hvernig verður háttað, og því hætta á að starfsfólk NHS komist ekki til og frá mótttökustöðum blóðgjafa.

Dover er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands en þangað koma skip og ferjur í stríðum straumum alla daga með flutningabíla og vörur frá meginlandinu.

Margir stjórnmálamenn hafa gripið málið á lofti og nota það óspart í þeim pólitíska leik sem er í gangi um Brexit.

Virendra Sharma, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar geti kostað mannslíf.

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur þrýst á Theresa May, forsætisráðherra, að ábyrgjast að ekki komi til útgöngu nema samningur við ESB liggi fyrir.

NHS segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af blóðskorti þrátt fyrir þetta, nægt blóð muni verða til ráðstöfunar á sjúkrahúsum í Kent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf