fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Bandaríkin vara stjórnvöld í Venesúela við – „Umtalsverðar afleiðingar“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 06:06

Mótmæli eru tíð í þessu hrjáða landi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótanir eða ofbeldi munu hafa „umtalsverðar afleiðingar“ í för með sér segir John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump í skilaboðum til stjórnvalda í Venesúela. Á Twitter skrifaði hann í gærkvöldi að hótanir eða ofbeldi gegn Juan Guaidó, sem hefur lýst sig forseta landsins, eða gegn bandarískum stjórnarerindrekum muni verða svarað af fullum þunga.

„Ofbeldi eða hótanir gegn bandarískum stjórnarerindrekum, Juan Guaidó lýðræðislegum leiðtoga Venesúela eða þjóðþinginu er alvarleg árás á lög og reglu og mun hafa umtalsverðar afleiðingar.“

Skrifaði hann á Twitter. Hann sagði einnig að Bandaríkin viti vel að her Maduro, forseta Venesúela, sé stýrt af liðsmönnum kúbanska hersins.

Á undanförnum dögum hafa sífellt fleiri ríki lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó og viðurkennt hann sem leiðtoga Venesúela eftir að hann útnefndi sig forseta fyrir framan mikinn mannfjölda í höfuðborginni Caracas.

Nicolas Maduro var fyrr í mánuðinum settur á ný í forsetaembættið til næstu sex ára en hann sigraði í forsetakosningum á síðasta ári en stjórnarandstaðan hunsaði þær og stór hluti alþjóðasamfélagsins viðurkennir ekki réttmæti þeirra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, Bandaríkjanna hvatti í gær öryggisráð SÞ og alþjóðasamfélagið til sýna Guaidó stuðning.

„Það er löngu kominn tími til að styðja íbúa Venesúela og viðurkenna nýja lýðræðislega ríkisstjórn undir forystu Guaidó.“

Sagði hann meðal annars og tók skýrt að annaðhvort styðji ríki heims „frelsisbaráttuna“ eða stjórn Maduro. Um helgina gáfu Frakkland, Bretland, Þýskaland og Spánn Maduro átta daga til að boða til kosninga, að öðrum kosti muni ríkin viðurkenna Guaidó sem leiðtoga Venesúela. Stjórnvöld í Ísrael fylgdu síðan í kjölfarið með samskonar yfirlýsingu.

Það þarf ekki að koma á óvart að stjórnvöld á Kúbu hafa sakað Bandaríkin um að vera að undirbúa valdarán í Venesúela og þá hafa Rússar gagnrýnt Bandaríkin fyrir afskipti þeirra af innanríkismálum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“