fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Skemmdarvargur ók á snjókarl systkinanna – En karma veitti honum þungt högg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skelltu Cody Lutz, unnusta hans og mágkona hans sér út að leika sér í snjónum við heimili þeirra í Petersburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Þau ákváðu að byggja snjókarl og það ekki neinn venjulegan snjókarl heldur risastóran.

Hann var svo stór að þau neyddust til að mynda neðsta hluta hans utan um stóra trjástubb svo snjókarlinn góði myndi ekki hrynja saman. Að verki loknu tóku þau að sjálfsögðu myndir af snjókarlinum. En eitthvað virðist snjókarlinn hafa farið í taugarnar á einhverjum því þegar Cody kom heim úr vinnu dag einn sá hann dekkjaför í snjónum og að snjókarlinum.

Snjókarlinn var auk þess öðruvísi en þegar Cody fór til vinnu um morguninn. Einhver hafði greinilega ekki verið ánægður með snjókarlinn og ákveðið að aka á hann. En ökumanninum hlýtur að hafa brugðið í brún þegar hann ók á snjókarlinn og uppgötvaði um leið að hann var ekki bara búinn til úr snjó.

Það var greinilega ekkert óhapp að ekið var á snjókarlinn.

„Þeir höfðu ekki reiknað með stórum trjástubbi í miðjunni. Lífið er erfitt en miklu erfiðara þegar maður er heimskur.“

Það má því kannski segja að snjókarlinn hafi hlegið best þegar upp var staðið því karma veitti ökumanninum þungt högg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri