fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Norska lögreglan ræðir nú við afbrotamenn í örvæntingarfullri leit að Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 05:59

Anne-Elisabeth Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsku lögreglunni hefur enn ekki orðið neitt ágengt við rannsóknin á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem var rænt þann 31. október síðastliðinn. Hún hvarf frá heimili sínu þann dag og er ekki annað vitað en að henni hafi verið rænt. Í húsinu fannst miði, skrifaður á bjagaðri norsku, þar sem krafist var lausnargjalds fyrir Anne upp á 9 milljónir evra og á að greiða það í rafmynt. Lögreglan hefur lagt nótt við dag í leitinni að Anne en án árangurs. Nú er svo komið að hún er farin að ræða við þekkta afbrotamenn í Noregi í þeirri von að þeir geti veitt upplýsingar um málið.

Auk þess er lögreglan að ræða við nágranna Hagen-hjónanna og fleiri. TV2 hefur eftir Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, að meðal þess sem lögreglan geri nú sé að ræða við þekkta afbrotamenn á svæðinu nærri heimili Hagen-hjónanna. Þetta sé gert í von um að þeir búi yfir einhverjum upplýsingum sem hægt er að vinna út frá.

Frá því að skýrt var opinberlega frá hvarfinu í síðustu viku hefur lögreglan fengið rúmlega 500 ábendingar frá almenningi en samt sem áður er lögreglan litlu nær um hvar Anne er eða hver eða hverjir rændu henni.

Lögreglan vinnur enn út frá þeirri kenningu að Anne hafi verið rænt en segir málið mjög erfitt rannsóknar og að lögreglan treysti algjörlega á upplýsingar frá almenningi til að komast eitthvað áleiðis við rannsóknina.

Hagen-hjónin eru sterkefnuð en eiginmaður Anne, Tom Hagen, hefur auðgast mikið á sölu rafmagns og fasteignaviðskiptum. Hann er einn auðugasti maður Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir