fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Líma sig við lestir til að mótmæla loftlagsbreytingum

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 20:37

Lest frá DSB. Mynd:DSB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna þrjá daga hafa fyrirferðamikil mótmæli gegn loftslagsbreytingum átt sér stað í Lundúnum. Mótmælendur hafa beitt áhugaverðum brögðum til að koma sínu á framfæri en það allra nýjasta gekk út á að líma sig við lestir til að hafa áhrif á umferð.

Uppátækið hafði bæði mikil áhrif á lestarkerfi og bílaumferð borgarinnar og varð til þess að hátt í 300 manns hafa verið handteknir.

Mótmælendahópurinn sem kallar sig Extinction Rebellion bar líka ábyrgð á nektarmótmælum sem fóru fram á breska þinginu. Markmið hópsins er að fá þingið til að setja lög varðandi kolefnisútblástur og þau eru ekki hrædd við að komast í kast við lögin fyrir málstaðinn.

Mótmælin hafa hindrað um það bil hálfa milljón manns frá því að sinna sínum daglegu störfum. En sumir hafa bent á að til að stöðva hnattræna hlýnun sé besta ráðið ekki endilega að stöðva almenningssamgöngur, þar sem þær valda jú minni mengun en t.d. notkun á einkabílum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum