fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Eigendur Ford Explorer lýsa dularfullum veikindum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 25. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem galli við hönnun á ákveðnum árgerðum bíla af tegundinni Ford Explorer hafi valdið veikindum hjá eigendum.

Fréttavefur Bloomberg greindi frá þessu um helgina og vísar til upplýsinga þess efnis að hátt í þrjú þúsund eigendur þessara bíla hafi kvartað. Um er að ræða fimmtu kynslóð Explorer, bíla sem framleiddir voru á árunum 2010 til 2018.

Veikindin sem fólk hefur kvartað yfir eru af ýmsum toga; höfuðverkir, ógleði, svimi og í einhverjum tilfellum skert meðvitund eða meðvitundarleysi.

Svo virðist vera sem vandinn eigi rætur sínar að rekja til galla í pústkerfinu. Útblástur eigi leið inn í bílinn og hann valdi kolsýringseitrun. Bílar af þessari gerð hafa meðal annars verið notaðar hjá löggæslustofnunum í Bandaríkjunum og hefur eitrun mælst í lögregluþjónum sem hafa kvartað undan einkennum. Að því er fram kemur í frétt Bloomberg hafa ökumenn brugðið á það ráð að fá sér skynjara í bílinn sem nemur kolsýring í farþegarýminu.

Bandaríska umferðaröryggisstofnunin, NHTSA, er meðvituð um málið og hefur verið með það til skoðunar í nokkurn tíma. Þessar tegundir bíla hafa þó ekki verið innkallaðar, en í frétt Bloomberg kemur fram að það sé ekki útilokað að það gerist á næstunni. Það yrði þó dýrt fyrir Ford því innkalla þyrfti rúmlega milljón bíla. Kostnaðurinn við það myndi hlaupa á hundruðum milljóna Bandaríkjdala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin