fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Unglingur fangelsaður fyrir að deila myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 18:30

Brenton Tarrant. Skjáskot af myndbandi hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára piltur hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald af dómstóli á Nýja-Sjálandi. Hann er sakaður um að hafa deilt myndbandi af hryðjuverkinu í Christchurch á föstudaginn þegar 50 voru myrtir í tveimur moskum.

Hryðjuverkamaðurinn sýndi ódæðisverk sitt í beinni útsendingu á Facebook og það var sú upptaka sem pilturinn deildi en hún er 17 mínútna löng.

Pilturinn var færður fyrir dómara á föstudaginn. Hann er einnig sakaður um að hafa birt mynd af Al Noor moskunni, sem er önnur moskan sem hryðjuverkamaðurinn réðst á, með textanum „target acquired“ sem er orðalag sem er notað til að lýsa skotmarki. Allt að 14 ára fangelsi liggur við meintum brotum piltsins.

Dómarinn ákvað að pilturinn verði í gæsluvarðhaldi næstu þrjár vikurnar og að hann geti ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar. Þá var fjölmiðlum bannað að skýra frá nafni piltsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína