fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Fundu milljónir í heimilistæki sem var sett í endurvinnslu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru tveir sjálfboðaliðar endurvinnslusamtakanna Spildopmagerne í Kalundborg í Danmörku á endurvinnslustöð þar í bæ. Þeir voru að fara yfir hluti sem fólk hafði sett í gám sem er ætlaður undir hluti sem fólk telur hægt að nota.

Meðal þess sem var í gámnum var heimilistæki eitt. Sjálfboðaliðarnir komust að þeirri niðurstöðu að það virkaði ekki og sendu það því til eyðileggingar. Þegar starfsmenn endurvinnslunnar voru að eyðileggja tækið blasti skyndilega við þeim mikill fjöldi peningaseðla. Lögreglunni var tilkynnt um málið og hefur hún auglýst eftir þeim sem skilaði heimilistækinu af sér með öllum þessum peningum í.

Lögreglan á Sjálandi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hversu mikið fé var um að ræða annað en að hér hafi verið meira en 100.000 danskar krónur en það svarar til rúmlega 1,8 milljóna íslenskra króna. Ekki er óvarlegt að ætla að upphæðin sé töluvert hærri en það. Þá hefur lögreglan ekki viljað upplýsa hvaða heimilistæki var um að ræða því þeir sem gera kröfu til peninganna verða að geta sagt til um upphæðina og í hvernig heimilistæki hún var falin.

Talið er að heimilistækinu hafi verið skilað í endurvinnslustöðina á fimmtudag í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“