fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Fundu milljónir í heimilistæki sem var sett í endurvinnslu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru tveir sjálfboðaliðar endurvinnslusamtakanna Spildopmagerne í Kalundborg í Danmörku á endurvinnslustöð þar í bæ. Þeir voru að fara yfir hluti sem fólk hafði sett í gám sem er ætlaður undir hluti sem fólk telur hægt að nota.

Meðal þess sem var í gámnum var heimilistæki eitt. Sjálfboðaliðarnir komust að þeirri niðurstöðu að það virkaði ekki og sendu það því til eyðileggingar. Þegar starfsmenn endurvinnslunnar voru að eyðileggja tækið blasti skyndilega við þeim mikill fjöldi peningaseðla. Lögreglunni var tilkynnt um málið og hefur hún auglýst eftir þeim sem skilaði heimilistækinu af sér með öllum þessum peningum í.

Lögreglan á Sjálandi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hversu mikið fé var um að ræða annað en að hér hafi verið meira en 100.000 danskar krónur en það svarar til rúmlega 1,8 milljóna íslenskra króna. Ekki er óvarlegt að ætla að upphæðin sé töluvert hærri en það. Þá hefur lögreglan ekki viljað upplýsa hvaða heimilistæki var um að ræða því þeir sem gera kröfu til peninganna verða að geta sagt til um upphæðina og í hvernig heimilistæki hún var falin.

Talið er að heimilistækinu hafi verið skilað í endurvinnslustöðina á fimmtudag í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu