fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 06:58

Hlaðan sem börnin voru geymd í.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Texas í Bandaríkjunum gerðu óhugnanlega uppgötvun í hlöðu í norðurhluta ríkisins á þriðjudaginn. Inni í henni fundu þeir tvö börn í læstu hundabúri og auk þeirra voru tvö börn til viðbótar í hlöðunni. Börnin eru á aldrinum eins til fimm ára. Öll voru þau soltin og þyrst og útötuð í saur og þvagi.

Lane Akin, lögreglustjóri í Wise sýslu, sagði að öll börnin hafi verið hungruð og þyrst þegar lögreglumenn komu á vettvang. Búið hafi verið að innrétta hlöðuna sem lélegt gamaldags heimili. Hann sagði þetta var versta dæmið um barnamisþyrmingar sem hann hefði nokkru sinni séð. New York Post skýrir frá þessu.

„Það var fullt af mat í hlöðunni en bæði ísskápurinn og aðrir skápar voru læstir svo hungruð börnin gátu ekki fengið sér neitt að borða.“

Í hlöðunni voru þrír drengir, 1, 3 og 5 ára og 4 ára stúlka. Tvö elstu börnin voru læst inni í hundabúri sem var aðeins 0,9×0,9 metrar. Börnin voru fáklædd.

Lögreglan var kvödd á vettvang þegar foreldrar barnanna, þau Andrew Joseph Fabila og Paige Isabow Harkings, fóru að rífast. Þegar lögreglumenn voru að ræða við þau utan við hlöðuna heyrðu þeir í börnum inni í henni og könnuðu þeir þá ástand þeirra. Börnin voru strax flutt á sjúkrahús í Fort Worth og foreldrar þeirra voru handteknir og eiga þau ákæru yfir höfði sér fyrir fjórfaldar barnamisþyrmingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum