fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Bankastarfsmaður fann glufu í kerfinu og stal milljónum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 13:36

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður í tölvudeild kínverska Huazia bankans uppgötvaði fyrir rúmlega tveimur árum glufu í öryggiskerfi bankans og nýtti sér hana til að verða sér úti um sem svarar til um 125 milljóna íslenskra króna. Maðurinn var yfirmaður öryggismála í tölvudeildinni og því í góðri aðstöðu til að nýta sér glufuna í kerfinu.

Hann uppgötvaði að það var villa í kerfinu sem gerði að verkum að þegar peningar voru teknir út í hraðbönkum um miðnætti var það ekki skráð í kerfi bankans og því voru þessar úttektir „ókeypis“.

Hann var með aðgang að mörgum „tilraunareikningum“ bankans en þeir eru notaðir til að kanna kerfi hans og stöðu öryggismála. Hann notaði þessa „tilraunareikninga“ til að draga sér fé.

South China Morning Post skýrir frá þessu. Maðurinn tók út 5.000 til 20.000 yuan úr hraðbönkum hverju sinni. Þegar upp komst um þetta í janúar á síðasta ári hafði hann tekið út 7 milljónir yuan en það svarar til um 125 milljóna íslenskra króna. Hluta fésins hafði hann notað til fjárfestinga í hlutabréfum en hluta hafði hann lagt inn á eiginn reikning.

Maðurinn sagði í fyrstu að hann hefði lagt peningana inn á eiginn reikning til að vernda fé bankans á meðan hann kannaði betur þessa villu í öryggiskerfinu. Bankinn tók þessa skýringu hans trúanlega en lögreglan, sem hafði verið látin vita af málinu, var ekki á þeim buxunum að trúa þessu og rannsakaði málið og nýlega var maðurinn dæmdur í rúmlega 10 ára fangelsi. Hann hafði áður endurgreitt megnið af þeim peningum sem hann hafði dregið sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón