fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Pressan

Einn af hverjum 20 Bretum telur að Helförin hafi ekki átt sér stað

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. febrúar 2019 17:30

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af hverjum 20 Bretum trúir ekki að Helförin hafi átt sér stað og 1 af hverjum 12 telur að umfang hennar hafi verið ýkt. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar. Einnig kom í ljós að 64% aðspurðra gátu ekki sagt til um hversu margir gyðingar voru myrtir eða töldu fjöldann mun minni en raun var.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að tæplega tveir þriðju af þeim 2.000 sem svöruðu hafi ekki getað sagt hversu margir gyðingar voru myrtir í Helförinni eða hafi vanmetið fjöldann mikið. Það var the Holocaust Memorial Day Trust (HMDT) sem stóð fyrir könnuninni.

Steven Frank, 83 ára, var meðal þeirra 93 barna sem lifðu af í Theresienstadt útrýmingarbúðunum í Tékkóslóvakíu. Sky hefur eftir honum að niðurstöður könnunarinnar séu „skelfilega rangar“. Hann sagðist vera „hissa“ á að einn af hverjum 20 trúi ekki að Helförin hafi átt sér stað.

„Það er mín reynsla að fólk skorti grundvallarskilning á hvað gerðist í Helförinni og það er ein ástæða þess að ég er svo staðráðinn í að deila því sem ég upplifði. Þegar ég hélt ræðu um þetta eitt sinn hitti ég mann sem sagði að Helförin hefði ekki átt sér stað. Eina leiðin til að berjast gegn afneitun sem þessari og gyðingahatri er að segja sannleikann – ég segi fólki hvað gerðist, hvað ég sá og hvað ég gekk í gegnum. Menntun er svo mikilvæg. Ef við hunsum fortíðina óttast ég að sagan muni endurtaka sig.“

Olivia Marks-Woldman, forstjóri HMDT, sagði að svona útbreidd fáfræði og jafnvel afneitun sé mikið áfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hóta að ráða valdamesta mann Írans af dögum – „Slíkur maður má ekki lengur fá að lifa“

Hóta að ráða valdamesta mann Írans af dögum – „Slíkur maður má ekki lengur fá að lifa“
Pressan
Í gær

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un
Pressan
Í gær

„Málinu var aldrei lokað“ – 35 árum síðar skilaði rannsóknin árangri

„Málinu var aldrei lokað“ – 35 árum síðar skilaði rannsóknin árangri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti getnaðarlimur heims – Stærðin eyðilagði fyrsta skiptið

Stærsti getnaðarlimur heims – Stærðin eyðilagði fyrsta skiptið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír unglingspiltar ákærðir – Lokkuðu samkynhneigða í gildru – Skutu eitt fórnarlambið í höfuðið

Þrír unglingspiltar ákærðir – Lokkuðu samkynhneigða í gildru – Skutu eitt fórnarlambið í höfuðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðar nærbuxur – Betra sæði

Víðar nærbuxur – Betra sæði