fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Líkið í húsveggnum – Búið að bera kennsl á það – Rannsakað sem „dularfullt mannslát“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 06:45

Ole Geir Hodne Viste

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Sør-Vest lögregluumdæminu í Noregi fékk í gær niðurstöður dna-rannsóknar á lífsýnum úr mannslíkinu sem fannst inni í vegg í húsi í Sandnes í síðustu viku.

DV skýrði frá málinu í gær en lögreglan taldi að um lík Ole Geir Hodne Viste, 36 ára, væri að ræða en hann hvarf á dularfullan hátt sumarið 2015. Niðurstöður dna-rannsóknarinnar staðfesta að það var lík Ole Geir sem var í veggnum.

Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir en lögreglan rannsakar málið sem „dularfullt mannslát“ og hefur biðlað til almennings um upplýsingar.

Húsið, sem Ole Geir, fannst í var mannlaust og hafði ekki verið notað um árabil. Iðnaðarmenn unnu að endurbótum á því þegar þeir fundu líkið inni í vegg sem þeir voru að rífa. Lögreglan segir að líkið hafi borið þess merki að hafa verið inni í veggnum í mörg ár.

Síðast er vitað um ferðir Ole Geir þann 16. júní 2015 en þá notaði farsími hans sendi í Sandnes. Um klukkustund síðar voru nær allir peningar hans teknir út af reikningi hans í hraðbanka í Stavangri.

Ole Geir Hodne Viste.

Vitni hafa borið að þau hafi séð Ole Geir þennan dag og hafi hann þá verið með nokkra ruslapoka meðferðis og verið með manni sem var lægri en hann. Lögreglunni hefur ekki tekist að komast að hver sá maður er en telur líklegt að þar hafi verið kunningi Ole Geir úr hópi óreglufólks í Sandnes.

Klukkan 23.16 þann 16. júní 2015 var greiðslukort Ole Geir notað til að greiða fyrir leigu á geymsluhólfi á lestarstöðinni í Stavangri. Þegar hólfið var tæmt síðar var grænn poki í því með persónulegum munum Ole Geir.

Tvö vitni segjast hafa rætt við Ole Geir síðdegis þann 18. júní en lengra áleiðis hefur lögreglan ekki komist við að rekja ferðir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum