fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Bikinífjallgöngukonan er öll

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 17:30

Gigi Wu á fjallstoppi. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gigi Wu, 36 ára, var þekkt fyrir að stunda fjallgöngur í bikiní einu saman. Nú er þessi þekkta fjallgöngukona öll. Hún hrapaði nýverið þegar hún var að reyna að komast á topp fjalls á Taívan. Hún var ein á ferð.

BBC segir að Wu hafi náð að setja sig í samband við björgunarmenn eftir að hún hafði hrapað 20-30 metra niður í gil. En vegna veðurs komust björgunarmenn ekki til hennar fyrr en hún var látin. Talið er að kuldi hafi orðið henni að bana en hún lá í gilinu í 28 klukkustundir. Yfirvöld segja að hitastig hafi verið um frostmark.

Hún hafði sent vinum sínum skilaboð um að hún gæti ekki hreyft neðri hluta líkamans eftir hrapið. Hún gat sent björgunarmönnum nákvæma staðsetningu sína en sem fyrr segir kom veður í veg fyrir að þeir kæmust á vettvang.

Gigi á góðri stundu.

WU var iðin við að skýra frá fjallgöngum sínum á samfélagsmiðlum og sýna myndir af sér bikiníklæddri á toppi fjalla. Hún naut mikillar hylli á Taívan.

Þrátt fyrir að flestir hafi þekkt hana sem bikinífjallgöngukonuna þá var hún engin aukvisi í fjallgöngum því hún var þaulreynd og þekkt fyrir að nota alltaf rétta búnaðinn og gæta fyllsta öryggis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu