fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Bikinífjallgöngukonan er öll

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 17:30

Gigi Wu á fjallstoppi. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gigi Wu, 36 ára, var þekkt fyrir að stunda fjallgöngur í bikiní einu saman. Nú er þessi þekkta fjallgöngukona öll. Hún hrapaði nýverið þegar hún var að reyna að komast á topp fjalls á Taívan. Hún var ein á ferð.

BBC segir að Wu hafi náð að setja sig í samband við björgunarmenn eftir að hún hafði hrapað 20-30 metra niður í gil. En vegna veðurs komust björgunarmenn ekki til hennar fyrr en hún var látin. Talið er að kuldi hafi orðið henni að bana en hún lá í gilinu í 28 klukkustundir. Yfirvöld segja að hitastig hafi verið um frostmark.

Hún hafði sent vinum sínum skilaboð um að hún gæti ekki hreyft neðri hluta líkamans eftir hrapið. Hún gat sent björgunarmönnum nákvæma staðsetningu sína en sem fyrr segir kom veður í veg fyrir að þeir kæmust á vettvang.

Gigi á góðri stundu.

WU var iðin við að skýra frá fjallgöngum sínum á samfélagsmiðlum og sýna myndir af sér bikiníklæddri á toppi fjalla. Hún naut mikillar hylli á Taívan.

Þrátt fyrir að flestir hafi þekkt hana sem bikinífjallgöngukonuna þá var hún engin aukvisi í fjallgöngum því hún var þaulreynd og þekkt fyrir að nota alltaf rétta búnaðinn og gæta fyllsta öryggis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“