fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Flugfarþegi gerði skelfilega uppgötvun þegar vélin var lent

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 18:00

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór Pawel Lawreniuk, 75 ára Pólverji, í heimsókn til dóttur sinnar í Bradford á Englandi. Þar dvaldi hann í góðu yfirlæti um jólin. Þegar kom að heimferðinni þann 6. janúar fór hann út á flugvöll og settist upp í flugvél frá Ryanair til að komast heim til Gdansk í norðurhluta Póllands.

Þegar vélin var lent tók hann tösku sína og gekk að afgreiðsluborði í flugstöðinni og bað starfsfólkið um að panta leigubíl fyrir sig. En það runnu á hann tvær grímur þegar starfsfólkið skildi ekki pólsku sem verður að teljast ansi undarlegt þegar maður er í Póllandi.

En síðan gerði Pawel skelfilega uppgötvun. Hann var ekki í Póllandi. Af ókunnum ástæðum hafði hann farið um borð í ranga flugvél á flugvellinum í Leeds en sú vél fór til Möltu í Miðjarðarhafinu. Pawel var því í um 2.000 km fjarlægð frá Gdansk. Hann var lengra að heiman þar en þegar hann fór um borð í vélina í Leeds.

Bradford Telegraph & Argus skýrir frá þessu.

Dóttur Pawel, Lucyna Lawreniuk, brá mikið við tíðindin af áfangastað föður síns.

„Ég grét. Ég var hrædd. Hann var í ókunnugu landi. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst, að hann fór alla leið til Möltu.“

Hefur blaðið eftir henni.

Hún skoðaði farmiða föður síns en hann var eins og hann átti að vera, flugferð til Gdansk en ekki til Möltu.

Þjónustufyrirtækið Swissport sér um afgreiðslu flugvéla Ryanair á flugvellinum í Leeds. Talsmaður fyrirtækisins staðfesti að Pawel hafi farið í gegnum hefðbundna öryggisleit í flugstöðinni og að hann hafi verið með gilt vegabréf sem var skoðað. Nú sé verið að rannsaka hvað fór úrskeiðis og fara í gegnum allt öryggisferlið með starfsfólkinu. Hann bað Pawel jafnframt afsökunar.

Pawel komst síðan heim til Gdansk síðar um daginn. Hann lenti þar 14 klukkustundum eftir að hann lagði af stað frá Leeds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi