fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Dæmdir fyrir morð á Ólympíuverðlaunahafa

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í 18 ára fangelsi fyrir morðið á Ólympíuverðlaunahafanum Denis Ten. Denis var drepinn í heimaborg sinni, Almaty í Kasakstan, í fyrrasumar.

Denis, sem var 25 ára, var um tíma einn fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar og hlaut hann bronsverðlaun í listskautum á Ólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi árið 2014. Þá vann hann einnig til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu 2015.

Mennirnir hugðust ræna Denis í Almaty í júlí í fyrrasumar og hafa á brott með sér bílspegla af bifreið hans. Þegar hann freistaði þess að stöðva mennina var hann stunginn. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi nokkru síðar. Þriðji maðurinn var einnig ákærður í málinu og hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið