fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Yfirborð sjávar gæti hækkað um marga metra – Metbráðnun á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 07:05

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 225 billjónir tonna af ís bráðna á hverju ári umfram það magn sem myndast. Þessi mikla bráðnun veldur því að milljónir manna, sem búa við sjávarsíðuna, eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, öryggi þeirra og lífsháttum er ógnað. Vísindamenn segja að ís á Suðurskautinu bráðni sex sinnum hraðar en áður og að það geti valdið því að yfirborð sjávar hækki um marga metra.

Sky-fréttastofan segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar séu margar milljónaborgir í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar þar sem bráðnunin sé hröð og muni væntanlega hafa í för með sér mikla hækkun sjávarmáls.

Haft er eftir Eric Rignot, hjá Kaliforníuháskóla, sem stýrði rannsókninni að samhliða mikilli bráðnun á Suðurskautinu reikni vísindamenn með margra metra hækkun á yfirborði sjávar á næstu öldum.

Vísindamennirnir notuðu gervihnattagögn og hágæða ljósmyndir af Suðurskautinu við rannsóknina. Niðurstaða þeirra er að frá 1979 til 1990 bráðnuðu 36 billjónir tonna af ís árlega umfram þann ís sem myndast. Frá 2009 til 2017 jókst bráðnunin sexfalt og var orðin 228 billjónir tonna á ári. Þessi bráðnun olli því að yfirborð heimshafanna hækkaði um rúmlega 1,4 sm frá 1979 til 2017.

Vísindamennirnir komust að því að svæði á austurhluta Suðurskautsins, sem talið var að væru „stöðug og ónæm fyrir breytingum“ eru farin að bráðna samhliða mikilli hlýnun sjávar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá