fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Síðast heyrðist í Anne-Elisabeth klukkan 09.14 þann 31. október

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 09:11

Anne-Elisabeth Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það heyrðist síðast frá Anne-Elisabeth Hagen klukkan 09.14 þann 31. október á síðasta ári. Þá talaði hún í síma við fjölskyldumeðlim. Eftir það hefur hvorki heyrst til hennar né spurst. Norska lögreglan skýrði frá þessu í morgun en eins og fram hefur komið var Anne rænt frá heimili sínu í Lørenskog austan við Osló. Níu milljóna evra hefur verið krafist í lausnargjald fyrir hana og á að greiða lausnargjaldið í rafmynt.

Samkvæmt því sem lögreglan skýrði frá í morgun var Anne rænt einhverntíma frá 09.15 til 13.30 en þá kom eiginmaður hennar, milljarðamæringurinn Tom Hagen, heim. Hann fór til vinnu um klukkan níu og kom heim um klukkan 13.30 sagði Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, í morgun. Um hálfri klukkustund eftir heimkomuna tilkynnti Tom Hagen lögreglunni um málið. Brøske sagði að vettvangsrannsókn lögreglunnar á heimili Hagen-hjónanna væri nú lokið.

Mannræningjarnir skildu eftir skrifleg skilaboð í húsinu þar sem lausnargjalds er krafist og hótað að drepa hana ef lögreglunni væri blandað í málið. Skilaboðin voru á bjagaðri norsku og hafa málfræðingar aðstoðað lögregluna við rannsóknina í þeirri von að málfarið komi upp um mannræningjana.

Í morgun höfðu lögreglunni borist rúmlega 800 vísbendingar í málinu og snúast þær um nafngreinda aðila, ökutæki, hugsanlega staði þar sem Anne er haldið fanginni og annað sem hefur vakið athygli fólks að sögn Brøske. Sumar ábendinganna varða beint þá tvo aðila sem sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við vinnustað Tom Hagen þennan örlagaríka dag í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá