fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Nýjar vendingar í máli Bóksalans frá Brønshøj – Vísað frá Danmörku til Marokkó mörgum til gleði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 07:15

Said Mansour betur þekktur sem bóksalinn frá Brønshøj.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var Said Mansour fluttur frá Danmörku til Marokkó eftir áralanga baráttu danskra stjórnvalda við að koma honum úr landi. Í Danmörku er hann þekktur sem Bóksalinn frá Brønshøj. Hann hafði hlotið tvo dóma í Danmörku fyrir að hvetja til hryðjuverka og hylla hryðjuverkasamtökin al-Kaída og 2016 svipti Hæstiréttur hann ríkisborgararétti og vísaði honum úr landi fyrir fullt og allt. Eins og í mörgum svona málum er hins vegar enginn hægðarleikur að vísa fólki úr landi. Móttökulandið vill oft á tíðum ekki taka við viðkomandi eða þá að hætta er á að viðkomandi sæti pyntingum í móttökulandinu, sem er þá upprunaland viðkomandi, en slíkt stríðir gegn alþjóðasamþykktum og því óheimilt að vísa fólki til ríkja þar sem pyntingum og dauðarefsingum er beitt.

Eftir mikil samskipti danskra stjórnvalda við stjórnvöld í Marokkó, þar sem Mansour er fæddur og uppalinn, tókst að ná samningum um að tekið yrði við honum. Hann var síðan fluttur til Marokkó síðastliðinn föstudag með skömmum fyrirvara og fékk lögmaður hans, Eigil Strand, ekki upplýsingar um flutninginn fyrr en Mansour var lentur í Berlín þar sem skipt var um flugvél.

Strand hefur gagnrýnt brottvísunina og það hefur Amnesty International í Danmörku gert auk sérfræðinga í mannréttindamálum. Strand hafði áður snúið sér til Mannréttindadómstóls Evrópu til að fá hann til að taka brottvísunina fyrir en dómstóllinn gat ekki fjallað um málið fyrr en ljóst væri hvenær vísa ætti Mansour úr landi. Það var gert á föstudaginn eins og fyrr segir. Með því að halda brottvísuninni svo leynilegri og láta Strand ekki vita af henni fyrr en Masour var farinn úr landi má segja að dönsk stjórnvöld hafi komið í veg fyrir að hægt sé að fá Mannréttindadómstólinn til að taka málið fyrir.

Miðað við viðbrögð stjórnmálamanna og almennings er óhætt að segja að meirihluti Dana fangi brottvísun Mansour og telji engan missi af honum. Danskir fjölmiðlar veltu upp þeirri spurningu hvort dönskum stjórnvöldum hefði tekist að fá loforð fyrir að Mansour yrði ekki handtekinn í Marokkó eða myndi sæta pyntingum. Inger Støjberg, ráðherra útlendingamála, vildi ekki svara spurningum þar um og vísaði í trúnað sem ríkti um samninginn.

Í gær, miðvikudag, skýrði TV2 síðan frá því að búið væri að handtaka Mansour í Marokkó og að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um að tengjast hryðjuverkaárás í Casablanca 2003 þar sem 41 lét lífið og rúmlega 100 særðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo