fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Óttast öryggismál á HM í Rússlandi – Norskir fréttamenn taka ekki eigin síma og tölvur með

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi norskra fréttamanna fer til Rússlands í tengslum við HM í knattspyrnu. Þar á meðal fjöldi starfsmanna Norska ríkisútvarpsins (NRK). NRK hefur sett nýjar reglur um hvað þessir starfsmenn mega taka með sér en þeim er með öllu óheimilt að taka eigin síma og tölvur með. Starfsmennirnir fá þess í stað tölvur og síma sem er búið að stilla fyrirfram og setja nauðsynleg forrit í. Þegar heim er komið verður byrjað á að hreinsa allan þennan búnað áður en tengja má hann við tölvunet NRK.

Starfsfólkið fær auk þess leiðbeiningar um góðar vinnureglur og hvernig á að dulkóða samskipti.

Ástæðan fyrir þessu er að í nýjasta hættumati norsku leyniþjónustunnar kemur fram að Rússar reyni í síauknum mæli að hafa áhrif á upplýsingastreymi á Vesturlöndum og trufla lýðræðisleg samfélög og hafa áhrif á skoðanamyndun fólks. Það þykir því augljóst að fréttamenn séu eftirsóknarverð skotmörk Rússa því þeir búa oft yfir miklum óbirtum upplýsingum um menn og málefni og hafa aðgang að tölvukerfum sem Rússar hefðu ekkert á móti að komast í.

Talsmenn TV2 og Verdens Gang vildu ekki skýra frá hvaða ráðstafanir væru gerðar hjá þeim en sögðu að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol