fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kim Jong-un tók eigið klósett með til leiðtogafundarins í Singapore – Óttast að erlendir njósnarar komist í kúkinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 11:00

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá neinum að þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, funda í Singapore í nótt að íslenskum tíma. Leiðtogarnir eru báðir mættir til Singapore og eru nú að undirbúa sig undir fundinn. Kim Jong-un tekur enga áhættu varðandi neitt og tók því eigið klósett með til Singapore.

Washington Post hefur eftir Lee Yun-keol, fyrrum liðsmanni lífvarðarsveitar Kim-fjölskyldunnar, að leiðtoginn vilji ekki nota önnur salerni en sitt eigið. Ástæðan er að hans sögn ótti við að erlendir njósnarar geti komið höndum yfir saur hins mikla leiðtoga. Ef svo færi væri hægt að rannsaka saurinn ofan í kjölinn og komast yfir ýmsar upplýsingar um heilsu leiðtogans.

Lengi hafa vangaveltur verið uppi um heilsufar hans og bæði bandarískar og suður-kóreskar leyniþjónustur vilja gjarnan komast yfir upplýsingar um heilsufar hans. Því hefur verið velt upp að hann glími við sykursýki, of háan blóðþrýsting og andleg veikindi vegna óheilsusamlegs lífsstíls en hann reykir mikið og drekkur að sögn mikið áfengi.

Ekki fylgir sögunni hvort saur leiðtogans verður fluttur aftur til Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið