fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
Pressan

Danskur ríkisborgari lét mynda sig með höfuð myrtra gísla IS – Vill komast heim en er fastur í Sýrlandi – Stjórnvöld vilja ekki aðstoða hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. júní 2018 07:48

Fáni Íslamska ríkisins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacob El-Ali, 29 ára danskur ríkisborgari, situr fastur í Sýrlandi en vill gjarnan komast heim. Áhugi danskra yfirvalda á að fá hann heim er hins vegar mjög takmarkaður. El-Ali er eftirlýstur af dönskum stjórnvöldum fyrir aðild að hryðjuverkum en hann var liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS). Hann komst í sviðsljósið eftir að myndir birtust af honum 2014 þar sem hann, vopnaður skammbyssu og handsprengju, hélt á höfðum gísla sem liðsmenn IS höfðu tekið af lífi en búkarnir lágu við hlið hans.

Dönsk stjórnvöld lýstu eftir honum á alþjóðavettvangi en aðeins var vitað að hann var í Raqqa í Sýrlandi þegar myndin var tekin. Á belti sem hann var með stóð „Íslamska ríkið fyrir Írak og Levante“. Hann er grunaður um þátttöku í hryðjuverkum og fyrir að hvetja til hryðjuverka með því að hafa milligöngu um að einn Dani hið minnsta gekk til liðs við IS.

Í samtali við Radio 24syv sagði hann sjá eftir því sem hann gerði og bað um aðstoð við að komast heim.

„Ég hef rætt við dönsk yfirvöld um að snúa heim, ég hef hringt í dönsku lögregluna. Ég hef talað við lögmanninn minn um þetta, ég hef hringt í danska sendiráðið en það er enginn sem vill hjálpa mér. Það sem þau eru að segja mér, er að ég eigi bara að vera hér og deyja.“

Sagði hann og segist vilja komast heim til að fá „sanngjörn réttarhöld“.

Vandinn er að hann er búinn að týna vegabréfinu sínu og kemst því ekki úr landi. Hann vill gjarnan fá tyrknesku lögregluna til að handtaka sig svo hægt sé að senda hann til Danmerkur. En þrátt fyrir að alþjóðleg handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur honum vísaði tyrkneska lögreglan honum á brott og sendi aftur til Sýrlands.

Áhyggjuefni

Lögmaður hans, Mette Grith Stage, segir að það sé undarlegt að danskur ríkisborgari, sem er eftirlýstur, verði að grátbiðja tyrknesk yfirvöld um að vera handtekinn. Henni finnst það „áhyggjuefni“ að dönsk stjórnvöld og stjórnmálamenn virðast frekar vilja láta fólk, sem er grunað um hryðjuverkastarfsemi, ganga laust í Sýrlandi en að færa það fyrir dómara í Danmörku. Hún sagðist hafa beðið lögregluna í Kaupmannahöfn um að setja sig í samband við nafngreindan leyniþjónustumann í Tyrklandi til að ræða um handtöku og framsal El-Ali. Þetta var í september. Nokkrum dögum síðar fékk hún tölvupóst frá lögreglunni þar sem þessu var hafnað og sagt að þetta væri ekki í verkahring lögreglunnar. Fram kom að El-Ali ætti að snúa sér til danska sendiráðsins í Ankara eða til ræðismannsins í Istanbúl.

Þetta er annað málið af þessu tagi sem kemur upp á skömmum tíma. DV skýrði nýlega frá máli liðsmanns IS sem situr fastur í Tyrklandi en vill komast heim til Danmerkur.

Margir danskir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um málið og segja að ekkert liggi á að aðstoða manninn heim og sumir ganga svo langt að segja að dönsk yfirvöld eigi ekki að gera neitt í málinu. Nasher Khader, þingmaður, sagði í síðustu viku að hann skilji ekki af hverju Danir eigi að eyða tíma og kröftum í að sækja landráðamann og koma honum heim og þar með auka hættuna á hryðjuverkum í Danmörku.

Í gær fjallaði DV um mál norskrar konu, sem var liðsmaður IS, sem situr föst í Sýrlandi en vill komast heim. Norski dómsmálaráðherrann er ekki fús til að aðstoða hana við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fugl varð eldri manni að bana

Fugl varð eldri manni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu

Flugmaðurinn fékk kvíðakast og varð að yfirgefa flugstjórnarklefann rétt fyrir lendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana

Ættingjar héldu Alzheimerssjúklingi til að læknir gæti sprautað banvænu efni í hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“

Yfirmaðurinn bauð góðan dag með orðunum – „Góðan dag píkur“