fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

230 jarðskjálftar um helgina – „Þetta hélt bara stanslaust áfram“ – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 08:36

Skemmdir eru víða miklar. Skjáskot/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum að við verðum að vera undir þetta búin því við verðum aldrei ónæm fyrir jarðskjálftum og veðri. Það er ljóst að þetta var öflugra en við eigum að venjast. Við búum í jarðskjálftalandi en þesis var stór.“

Þetta sagði Ehtan Berkowitz, borgarstjóri í Anchorage í Alaska eftir að jarðskjálfti upp á 7 reið yfir ríkið á föstudaginn. Skjálftinn átti upptök sín um 10 km norðaustan við Anchorage. Í kjölfarið fylgdu fleiri skjálftar og voru þeir orðnir um 230 síðast þegar yfirlit var birt.

Töluvert eignatjón hefur orðið, vegir eru í sundur, raflínur slitnuðu og hús skemmdust eða eyðilögðust að sögn CNN. Íbúum Anchorage er illa brugðið enda um óvenjulega mikla og öfluga skjálfta að ræða. Anchorage er höfuðborg Alaska en um 300.000 manns búa í borginni. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í skjálftunum.

„Þetta hætti bara ekki. Þetta hélt bara stanslaust áfram og varð verra og hlutir hrundu alls staðar niður. Allt í kommóðunum, bókahillunum og eldhússkápunum mínum. Það voru glerbrot út um allt.“

Sagði Kristin Dossett, sem hefur búið í Anchorage í 37 ár, í samtali við CNN.

Skólar í borginni verða lokaðir í dag og á morgun á meðan verið er að kanna skemmdir og umfang þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal