fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Okkur var kennt um þorskastríðin og Icesave – Nú segja Bretar að vetrarveðrið sé Íslendingum að kenna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 05:55

Snjór á Bretlandseyjum 2009. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalt er í veðri á Bretlandseyjum þessa dagana og jafnvel von á snjókomu í vikunni. Allt er þetta Íslendingum að kenna eða öllu heldur köldum vindum frá Íslandi að sögn bresku veðurstofunnar. Vetrarveðrið bætist því við Icesave og þorskastríðin sem sumir Bretar kenna okkur um.

Snjókomu er spáð á hálendi í Skotlandi nú á fyrstu dögum vikunnar og sunnan við ensku landamæri síðar í vikunni. Spáð er allt að 5 stiga frosti í Skotlandi og norðvestanverðu Englandi. Á fimmtudaginn er síðan spáð vetrarveðri, hvassviðri, mikilli úrkomu og snjó í fjöllum. Þrátt fyrir að hitamælar muni ekki sýna mikið frost mun kuldinn bíta vegna vindkælingar.

Við verðum bara að vona að Bretar fyrirgefi okkur fyrr en síðar að hafa hrakið þá úr landhelginni, komið Icesavereikningnum af herðum okkar og að hafa sent þeim svona vetrarveður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat