fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Handtekinn fyrir að segja börnum að jólasveinninn sé ekki til

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 18:30

Sumir trúa víst ekki á jólasveininn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má ganga um með skotvopn í Texas en að stilla sér upp og segja börnum að jólasveinninn sé ekki til er meira en yfirvöld þola. Þetta fékk Aaron Urbanski að reyna á eigin skinni um helgina en þá var hann handtekinn fyrir að flytja börnum þessar skelfilegu fréttir.

Urbanski hafði stillt sér upp við kirkju í Cleburne nærri Dallas ásamt tveimur öðrum mönnum þar sem þeir reyndu að koma þessum boðskap sínum á framfæri. Þeir voru margoft beðnir um að yfirgefa svæðið en urðu ekki við því. The Times skýrir frá þessu.

Aaron Urbanski, til vinstri, og félagi hans. Mynd:Facebook

Fjögurra barna móðir, Heather Johnson, var á leið til kirkju þegar mennirnir spurðu hana:

„Lætur þú börnin þín trúa á falskan jólasvein eða vita þau hver Jesús er?“

Hún svaraði þeim að eigin sögn:

„Þegar ég sagði þeim að þeir ættu ekki að eyðileggja jólin fyrir börnunum mínum byrjuðu þeir að hrópa að jólin væru ekki sönn og að ég væri að gera mistök með að kenna börnum mínum þetta.“

Félagar Urbanski ákváðu að verða við beiðnum um að yfirgefa svæðið en Urbanski var staðfastur og fór hvergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því