fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Ein stærsta ráðgáta flugsögunnar – Ný kenning kollvarpar fyrri hugmyndum um flugleið flugs MH370

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 06:00

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæplega fimm ár síðan flug MH370, frá Malaysia Airlines, hvarf á dularfullan hátt þegar vélin var á leið frá Malasíu til Kína. Mikil leit hefur verið gerð að vélinni en hún hefur nánast engan árangur borið, smávægilegt brak hefur rekið á land víðsfjarri þeim stöðum þar sem talið er að vélin hafi farist. En nú hefur verið sett fram ný kenning sem kollvarpar fyrri hugmyndum um flugleið vélarinnar.

Danski vísindamaðurinn Martin Kristensen hefur birt niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem hann gerði ásamt vísindamönnum við Cornell háskóla, um flugleiðina. Ef kenning þeirra er rétt er ljóst að leitin að vélinni hefur til þessa farið fram á kolröngum stöðum.

Vísindamennirnir reiknuðu flugleið vélarinnar út með mjög flóknu stærðfræðilíkani og fá út allt aðra niðurstöðu en unnið hefur verið út frá. Upprunalega kenningin var að vélinni hafi verið beygt í austur en vísindamennirnir telja hins vegar að vélinni hafi verið flogið beint áfram og hafi hrapað í sjóinn nærri Jólaeyju í Indlandshafi.

Útreikningarnir eru byggðir á merkjum sem Inmarsat 3F1 gervihnötturinn nam þegar vélin hvarf. Fram til þessa hafa vísindamenn, á grunni þessara merkja, vitað að flugvélin var á flugi en hafa ekki getað staðsett hana. En með reiknilíkaninu hafa vísindamennirnir komist að þeirri niðurstöðu að fjórar leiðir komi til greina sem leið vélarinnar. Tvær þeirra er þó hægt að útiloka að þeirra mati þar sem þær liggja yfir Kína og Indland og ef vélin hefði flogið þær hefði hún komið fram á ratsjám.

Vísindamennirnir leggja því til að leit verði hafin að vélinni á nýjan leik á 3.500 ferkílómetra svæði nærri Jólaeyju. Þeir eru þess fullvissir að þar séu 90 prósent líkur á að finna vélina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar