fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Norðmenn og Þjóðverjar standa frammi fyrir alvarlegum lýðheilsuvanda meðal barna – Sérfræðingar eru ráðþrota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 17:00

Ekki lítur þetta vel út. Mynd: Dr.Norbert Krämer, DGZMK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök þýskra tannlækna segja að þjóðin standi frammi fyrir nýjum lýðheilsufaraldri því um 30 prósent 12 ára barna eru með svo lélegan tannglerjung að það er mikið vandamál. Á fréttamannafundi í vor sagði Dr. Norbert Krämer að þetta sé að verða lýðheilsuvandi.

Ekki er vitað hvað veldur þessu. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til að reyna að finna ástæðuna. Meðal þess sem hefur verið rannsakað eru áhrif brjóstagjafar, lyfja, eiturefna í umhverfinu, vandamál í fæðingu eða hvort fjölskylduaðstæður og/eða efnahagur fjölskyldna komi við sögu. Nú hallast vísindamenn hellst að því að börn sem glíma við mikil veikindi á fyrstu æviárunum glími frekar við glerjungsvanda. En þeir hafa þó ákveðinn fyrirvara á þessu því börn sem ekki hafa glímt við slík veikindi glíma einnig við glerjungsvanda.

TV2 hefur eftir Ingvild Brusevold, tannlækni, að norskir tannlæknar sjái mörg svona tilfelli. Hún sagðist vonast til að fræðsla til foreldra og barna gæti haldið tilfellunum í lágmarki en ekki sé hægt að koma í veg fyrir þetta með öllu því ekki sé vitað hver ástæðan er.

Það eru aðallega sex ára jaxlar og framtennurnar sem glerjungsskorturinn gerir vart við sig á. Talið er að um 15 prósent norskra barna glími við glerjungsvanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin