fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Leita að ljósmyndara til að taka brúðkaupsnóttina upp

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 05:56

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsveislan, gestirnir, brúðhjónin og fyrsti kossinn sem hjón. Þetta er eitthvað sem flest pör vilja láta mynda þegar þau ganga í hjónaband. En það er öllu sjaldgæfara að fólk vilji láta mynda það sem fram fer bak við luktar dyr (í flestum tilfellum) á brúðkaupsnóttina sjálfa. Nú leitar fólk, sem ætlar að ganga í hjónaband í september, að ljósmyndara sem er reiðubúinn til smá næturvinnu við að taka upp það sem fram fer á brúðkaupsnóttina. Sem sagt taka upp kynlífsmyndband.

Það er breskt par sem leitar að ljósmyndara í verkefnið. Þau hafa auglýst eftir ljósmyndara á breskri atvinnuauglýsingasíðu og bjóða sem nemur um 400.000 íslenskum krónum í laun fyrir verkið en upptökur eiga að fara fram frá klukkan 1 til 3.

New York Post skýrir frá þessu.

„Bæði ég og unnusti minn teljum að brúðkaupsdagurinn eigi ekki bara að snúast um daginn, nóttin er jafn mikilvæg. Frá því að við trúlofuðumst höfum við verið sammála um að við viljum fá einhvern til að mynda brúðkaupsnóttina. Því miður höfum við ekki fundið neinn sem er tilbúinn til þess eða sem við teljum að okkur líði vel nærri.“

Segir í auglýsingunni. Einnig fylgir nákvæm lýsing með á hvað á að mynda og að upptakan verði aðeins fyrir nýgiftu hjónin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin