fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Leiðtogafundurinn í Singapore er mikill áróðurssigur fyrir Kim Jong-un

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 07:47

Leiðtogarnir heilsast í upphafi fundar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un heldur fljótlega heim til Norður-Kóreu eftir fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapore. Leiðtoginn ungi getur verið hæstánægður með fundinn því óháð því hver niðurstaða hans var þá er fundurinn mikill áróðurssigur fyrir leiðtogann. Hann fundaði með valdamesta manni heims og getur nú vísað til þess og um leið sýnt fólki upptöku af Donald Trump þar sem hann segir að Kim Jong-un sé hæfileikaríkur maður sem elski land sitt.

Fundurinn þýðir að Kim Jong-un hefur verið tekinn inn í alþjóðasamfélag þjóðarleiðtoga. Hann hefur ferðast um og fengið mikla athygli frá Bandaríkjunum í aðdraganda fundarins og ekki er athyglin minni þessa stundina að fundi loknum. Kim Jong-un hefur haldið vel á spilunum og skipulagt atburðarrásina vel og skiptir þá kannski ekki öllu hvað stendur í sáttmálanum sem skrifað var undir í morgun. Hér er hægt að lesa umfjöllun DV frá í gær um langtímastefnu Kim Jong-un sem náði hugsanlega hámarki í nótt með leiðtogafundinum.

Trump segist ætla að upplýsa um innihald sáttmálans á fréttamannafundi og bíða flestir spenntir eftir þeim fundi. Fram hefur komið að Kim Jong-un hafi lofað kjarnorkuafvopnun. Ef það er rétt er spurningin hvað Norður-Kórea fær í staðinn. Verður það efnahagslegur stuðningur eða heita Bandaríkin að tryggja öryggi landsins? Þá velta margir fyrir sér hvort sáttmálinn taki á hinu ólokna stríði Norður- og Suður-Kóreu en því er enn ólokið formlega.

Norður-Kórea setti upp þrönga tímaáætlun fyrir fundinn og það sama gerðu Bandaríkin. Fundurinn var ekki framlengdur en það getur bent til að menn hafi ekki komist mjög langt í samningaviðræðum, hugsanlega verið sammála um að halda viðræðum áfram en hafi ekki tekist á við stóru málin. Þá munu embættismenn ríkjanna hugsanlega halda viðræðum áfram til að reyna að komast lengra með samning ríkjanna.

Trump sagði að fundi loknum að Kim Jong-un verði boðið í heimsókn í Hvíta húsið en hvort það rætist mun tíminn einn leiða í ljós.

Þá má ekki gleyma að Norður-Kórea hefur margoft gert samninga við einstök ríki og alþjóðasamfélagið en hefur ekki hikað við að svíkja þá samninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin